Lokahóf barna og unglinga – Karítas Líf Icelandair Cargo meistarinn 2021

Lokahóf barna og unglinga – Karítas Líf Icelandair Cargo meistarinn 2021

Fimmtudaginn 23. september fór fram lokahóf barna- og unglingastarfs GR. Veitt voru verðlaun fyrir púttmót GR, Grafarkotsmótaröð Icelandair Cargo, Icelandair Cargo mótaröðina, Mestu framfarir og Háttvísisverðlaun. Um 65 krakkar mættu og gæddu sér á dýrindis pizzum og gosi og fengu allir sem mættu frímiða í Laugarásbíó.

Verðlaunahafar sumarsins voru eftirfarandi:

Púttmót GR

 1. Jón Eysteinsson
 2. Sebastian Blær Ómarsson
 3. Þóra Sveinsdóttir

Grafarkotsmótaröð Icelandair Cargo 2021 - úrslit

12 ára og yngri

 1. Erika Malaika Stefánsdóttir
 2. Helgi Dagur Hannesson
 3. Ragnar Alexandersson

13 til 15 ára

 1. Þorbergur Anton Pálsson
 2. Kristjón Emil Ottósson
 3. Loftur Snær Orrason

Mestu framfarir – Guðjón Darri Gunnarsson
Margir kylfingar komu til greina og valið erfitt. Guðjón Darri Gunnarsson varð fyrir valinu en hann hefur verið mjög duglegur og einbeittur við æfingar og forgjöfin fallið því sem nemur. Svo sannarlega uppskorið úr sínum æfingum.

Háttvísisverðlaun – Ingimar Jónasson
Ingimar hefur verið til fyrirmyndar í allt ár. Ingimar hefur mætt á hverja einustu æfingu og er einnig mjög duglegur við aðrar æfingar þess fyrir utan. Alltaf fullur einbeitingar á meðan æfingum stendur og vinnur sína vinnu af fagmennsku.

Icelandair Cargo mótaröðin 2021 - úrslit

30,5+ stúlkur

 1. Ragna Lára Ragnarsdóttir
 2. Eiríka Malaika Stefánsdóttir
 3. Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir

30,5+ piltar

 1. Loftur Snær Orrason
 2. Grímur Arnórsson
 3. Þórhallur Árni Höskuldsson

14 ára og yngri stúlkur

 1. Ninna Þórey Björnsdóttir
 2. Gabríella Neema Stefánsdóttir
 3. Margrét Jóna Eysteinsdóttir

14 ára og yngri piltar

 1. Nói Árnason
 2. Sebastian Blær Ómarsson
 3. Benedikt Líndal Heimisson

15 til 16 ára stúlkur

 1. Karitas Líf Ríkarðsdóttir
 2. Berglind Ósk Geirsdóttir
 3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir

15 til 16 ára piltar

 1. Halldór Viðar Gunnarsson
 2. Jens Sigurðarson
 3. Valdimar Kristján Ólafsson

17 til 18 ára stúlkur

 1. Bjarney Ósk Harðardóttir

19 til 21 árs piltar

 1. Páll Birkir Reynisson
 2. Elvar Már Kristinsson
 3. Arnór Tjörvi Þórsson

Icelandair Cargo meistarinn 2021 – Karitas Líf Ríkarðsdóttir


Verðlaunahafar sem komust ekki í lokahófið geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GR sem er staðsett á efri hæð Korpúlfsstaða, opið frá kl.  09 – 16 alla virka daga.

Fyrir hönd þjálfarateymis GR þökkum við kærlega fyrir árið hingað til. Ráðgerst er að æfingar hefjist aftur í byrjun nóvember hjá heils- og hálfsársiðkendum. Vetraræfingadagskrá verður sett inn á Sportabler og Facebook síðu barna- og unglinstarfs með góðum fyrirvara. Þangað til hvetjum við alla til að nýta sér þær æfingar sem hafa verið kenndar til að æfa sig og spila þegar veður leyfir

Golfklúbbur Reykjavíkur koma á framfæri sérstökkum þökkum til Icelandair Cargo fyrir frábæran stuðning sinn við barna- og unglingamótaröð GR.

Kveðja frá þjálfarteyminu,
Þórður, Derrick, David, Haukur Már, Berglind og Ragnhildur.

Til baka í yfirlit