Lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2019

Lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2019

Takk fyrir mig!

Ragnar Ólafsson er besti púttari klúbbsins skv. ECCO Púttmótaröðinni 2019. Hann tók forystuna nokkuð snemma og hélt henni út mótið og sama má eiginlega segja um liðið hans nr. 5, þeir unnu þetta nokkuð örugglega.

Sigurvegarnir í liðakeppninni frá í fyrra hlutu annað sætið. Annars læt ég fylgja með þessum pistli lista yfir sigurvegarana í Ecco-púttmótaröðinni 2019.  

Bestu þakkir til Ecco sem er styrktaraðili mótaraðarinnar og ekki síður þakkir til þeirra félaga sem eru með á mótaröðinni og komu færandi hendi með verðlaun þetta árið. Þar vil ég fremstan telja Ragnar Ólafsson, sem hefur stutt púttmótaröðina í mörg ár. Öðlingurinn Guðmundur Björnsson í Flotun er alltaf traustur, Jói í Innnes er betri en enginn og Geir Hlöðver hjá Stjörnugrís kom sterkur inn í ár með fjóra glæsilega vinninga. Markús í Martes, Börkur Skúlason, Ómar Örn framkvæmdastjóri GR fá einnig bestu þakkir fyrir stuðninginn og eflaust fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu...


Einnig fjölmörgu fyrirtækjum sem finnst bara sjálfsagt að styrkja svona félagsskap hjá GR. Má þar nefna Herrafataverslunina Karlmenn, Myndform, veitingstaðina Restó og Hereford, Laugar Spa, Rolf Johansen, Kólus og mörg önnur. Golfklúbburinn í Holtagörðum og Rolf Johansen veittu verðlaun fyrir besta skor hverrar viku allar tíu umferðirnar. Takk kærlega fyrir það! 

Ekki má gleyma að þakka Atla Þór Þorvaldssyni, sem er mín hægri hönd í þessu öllu saman, án hans yrði þetta allt töluvert erfiðara.

Að lokum óska ég sigurvegurunum til hamingju með árangurinn .

Svo að endingu þakka ég öllum fyrir þátttökuna í vetur og vonandi hafa allir haft einhverja ánægju af. Vonandi sjáumst við allir á næsta ári og gangi ykkur vel í golfinu í sumar.

Hér að neðan er lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2019:

Ecco 2019 - verðlaunahafar og verðlaun.xlsx
Púttmótaröð 2019 - lokastaða.xlsx

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit