Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR 2019: Skráning hefst á golf.is í dag

Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR 2019: Skráning hefst á golf.is í dag

Holukeppni GR, var í fyrsta sinn haldin sumarið 2017 og hefur notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna. Bílaumboðið Askja gerðist styrktaraðili keppninnar og hlaut hún nafnið Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR. Áframhaldandi samningur hefur verið gerður við Öskju og mun því holukeppni GR vera áfram undir sama nafni. Veglegir vinningar verða í boði.

Í ár verður engin forkeppni. Fólk skráir sig til leiks á golf.is og að lokinni skráningu verður dregið um það hverjir mætast í fyrstu umferð. Mótið er dagsett 10. maí á golf.is þó svo að keppni standi yfir fram eftir sumri. Skráning hefst í dag, föstudaginn 10. maí klukkan 12:00 á golf.is,  þátttökugjald er kr. 1.000 og greiðist við skráningu. Athugið að skráningin á golf.is er eingöngu til þess að skrá sig til keppni.  

Þetta er skemmtileg keppni sem er opin fyrir alla félagsmenn GR, konur og karla, 19 ára og eldri og hvetjum við kylfinga á öllum getustigum til að taka þátt. Leikið er með fullri forgjöf upp að 28 sem er hæsta leikforgjöf sem veitt er í þessu móti.  

Eftir að skráningarfrestur rennur út er hægt að draga í fyrstu umferð keppninnar og kylfingar geta farið að mæla sér mót og finna sér leikdag.

Keppendur velja sér teiga við hæfi og fá forgjöf samkvæmt þeim teigum sem leikið er af.

Gefnar verða að jafnaði tvær vikur til þess að finna sér leiktíma og leikdag í samráði við keppinaut sinn. Keppnin mun standa yfir í allt sumar en úrslitaleikurinn verður leikinn 29. ágúst og verður spennandi að sjá hvaða kylfingar það verða sem mætast í lokaviðureigninni.  

Nánari upplýsingar um holukeppnina er að finna hér á vefsíðu klúbbsins undir Félagsstarf – Holukeppni. Þer er meðal annars að finna keppnisskilmála, í þeim koma fram dagsetningar fyrir hverja umferð, útskýringar á leikforgjöf og fleira.

Mótstjóri holukeppni er Atli Þór Þorvaldsson og er hægt að hafa samband við Atla í gegnum netfangið atli@grgolf.is eða í síma 894-2811.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit