Holukeppni GR er í fullum gangi. Það voru 128 keppendur sem hófu keppni en nú er búið að leika 4 umferðir og aðeins 8 keppendur eftir.
Fyrirkomulag keppninnar er þannig að leikið er með fullum forgjafarmun, þannig að kylfingurinn með hærri forgjöfina fær mismuninn á forgjöf þeirra í forgjöf á erfiðustu holurnar.
Keppendur þurfa að ljúka leik í þessari umferð fyrir 18. ágúst.
Með því að fletta mótinu upp í mótaskrá er hægt að fylgjast með framgangi mótsins og skoða úrslit úr fyrri umferðum.
Eftirfarandi keppendur mætast í 8 manna úrslitum: