Mercedes-Benz bikarinn - holukeppni GR: Júlíus Helgi sigraði í úrslitaleik

Mercedes-Benz bikarinn - holukeppni GR: Júlíus Helgi sigraði í úrslitaleik

Fimmtudaginn 3. september lauk úrslitaleik í Mercedes-Benz bikarnum - holukeppni GR 2020 Það voru þeir Böðvar Bergsson og Júlíus Helgi Júlíusson sem áttust við, báðir léku þeir afbragðsgolf og fóru leikar þannig að Júlíus Helgi hafði betur.

Það voru 128 keppendur sem hófu keppni en um holukeppni með forgjöf er að ræða. Þetta var sjöunda umferð keppninnar og því báðir keppendur búnir að vinna 6 leiki til þess að tryggja sér sæti í lokaleiknum.

Böðvar Bergsson og Júlíus Helgi Júlíusson léku til úrslita

Þessi keppni hefur fest sig rækilega í sessi og fylltist fljótt í mótið þegar skráning hófst í vor. Alls voru leiknir 127 leikir í mótinu.

Hér er tafla sem sýnir leiki frá og með 8 manna úrslitum:

 

Mótsstjórn óskar sigurvegara Mercedes-Benz bikarsins 2020 innilega til hamingju og þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í sumar.

Bílaumboðinu Öskju færum við sérstakar þakkir fyrir að vera styrktaraðili keppninnar og fyrir ánægjulegt samstarf í sumar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit