Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR: Úrslitaleikur og lokahóf

Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR: Úrslitaleikur og lokahóf

Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR hefur staðið yfir í allt sumar og nú eru aðeins tveir keppendur eftir. Á laugardaginn leika Aðalsteinn Jónsson og Arnar Freyr Reynisson til úrslita. Leikið verður á Korpunni, Sjórinn – Áin og hefst leikurinn rúmlega 12.

Að leik loknum verður verðlaunaafhending og lokahóf. Keppendur í mótinu eru hvattir til þess að mæta í hófið. Dregnir verða út nokkrir vinningar til þeirra keppenda sem verða á staðnum.

Boðið verður upp á létta rétti til þess að snæða með verðlaunaafhendingunni.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Bílaumboðið Askja

Til baka í yfirlit