Mercedes-Benz bikarinn – leikir í fyrstu umferð

Mercedes-Benz bikarinn – leikir í fyrstu umferð

Skráningu er lokið í Mercedes-Benz bikarnum – Holukeppni GR 2019 og skráðu sig 116 keppendur til leiks. Nú hefur verið dregið í fyrstu umferð keppninnar sem er 128 manna úrslit. Það þýðir að 12 keppendur sitja yfir í fyrstu umferð og hefja leik í 64 manna úrslitum.

Leikjum í fyrstu umferð þarf að vera lokið ekki síðar en föstudaginn 31. maí.

Tafla hefur verið verið birt undir Félagsstarf - Holukeppni GR sem sýnir hverjir mætast í fyrstu umferð og hvernig framhaldið verður.

Keppendur fá sendan tölvupóst með símanúmerum svo þeir geti mælt sér mót við mótherja sína.

Með kveðju
Mótanefnd

Til baka í yfirlit