Mercedes-Benz – holukeppni GR: Sigurður Óli Sumarliðason sigraði í ár

Mercedes-Benz – holukeppni GR: Sigurður Óli Sumarliðason sigraði í ár

Holukeppnin hefur staðið í allt sumar og hófst í maí mánuði með 128 þátttakendum. Þetta er því stórt og mikið mót og var úrslitaleikurinn, sem leikinn var á fimmtudag, 127. leikur keppninnar. Leikið var með útsláttarfyrirkomulagi.

Mánudaginn 2. september fóru undanúrslitaleikirnir fram en þar léku Ricardo M Villalobos gegn Sigurði Óla Sumarliðasyni og Kristín Nielsen gegn Hallsteini Traustasyni. Þar höfðu Sigurður og Hallsteinn betur og léku þeir því til úrslita. Úrslitaleikurinn fór svo fram fimmtudaginn 5. september. Leikurinn var jafn og spennandi og báðir kylfingar léku hörku golf. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli, Sjórinn-Landið. Úrslitin réðust á lokapútti á síðustu holu og fór það svo að Sigurður Óli vann leikinn og er því holukeppnismeistari GR árið 2019.

Við þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna í sumar og óskum Sigurði Óla til hamingju með titilinn.

Bílaumboðinu Öskju færum við einnig miklar þakkir fyrir að vera styrktaraðili keppninnar.

Mótanefnd

Til baka í yfirlit