Númer fjögur í vinavallaröðinni 2017 er Hústóftarvöllur

Númer fjögur í vinavallaröðinni 2017 er Hústóftarvöllur

Þá er komið að vinavallartilkynningu vikunnar en fjórði vinavöllur GR-inga fyrir komandi tímabil er Hústóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Þetta er annað árið í röð sem Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Grindavíkur gera samning um slíkt samstarf og er það von okkar að almenn ánægja sé meðal félagsmanna.

Félagsmenn greiða kr. 1.800 í vallargjald í hvert sinn sem þeir leika á Húsatóftarvelli og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Grindavíkur. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Heimasíðu Golfklúbbs Grindavíkur má finna hér
Þeir vinavellir sem nú hafa verið kynntir til samstarfs fyrir sumarið 2017 eru Svarfhólsvöllur hjá Golfklúbbi Selfoss, Hamarsvöllur hjá Golfklúbbi Borgarness, Vestmannaeyjavöllur hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja og nú Hústóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Fleiri vinavellir fyrir félagsmenn GR verða kynntir á næstu vikum.

Með von um góða helgi,

Ómar Örn Friðriksson,
framkvæmdarstjóri

Til baka í yfirlit