Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti – rýmkar um fjöldatakmarkanir á æfingasvæðum félagsins

Frá og með miðnætti í kvöld taka í gildi rýmri reglur um samkomutakmarkanir og hefur það jákvæðar breytingar í för með sér á æfingasvæðum félagsins. Allir básar verða opnir í Básum frá og með morgundeginum og verður opið fyrir allt að 50 manns á inniæfingaaðstöðu Korpu.

Helstu atriði nýrrar reglugerð er snerta almenning og íþróttastarf í landinu eru þessar:

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 50 manns
  • 1 metra regla mun taka gildi í stað 2 metra reglu
  • Grímuskylda mun gilda áfram og tekur mið af nándarreglu
  • Fjöldatakmarkanir í íþróttum verða áfram 50 manns
  • Það verður heimilt að hafa allt að 500 manns í hverju hólfi í áhorfendasvæðum á íþróttaviðburðum
  • Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði fá að taka á móti allt að 75% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.

Við hvetjum félagsmenn til að mæta til okkar í Bása eða á Korpuna og hefja upphitun fyrir golftímabilið 2022.

Golfklúbbur Reykjavíkur