Opna NOCCO – síðasta opna mót sumarsins

Opna Nocco 2022 verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 17.september. Ræst verður út frá kl. 9:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni, 15.sæti karla og kvenna og besta skor í karla og kvennaflokki. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut.

Skráning í mótið hefst í mótaskrá á Golfbox kl. 12:00 föstudaginn 9.september – Mótsgjald er kr. 5.700 og greiðist við skráningu.

Glæsileg verðlaun verða veitt í mótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:

Punktakeppni karla: 

1.sæti:
Titleist driver frá Prósjoppunni
Kylfumæling hjá Prósjoppunni
North face gjafabréf fyrir 10 þúsund
Kassi af Nocco

2.sæti:
Laugar spa gjafabréf
Kassi af Nocco
Sky lagoon gjafabréf

3.sæti:
Kassi af Nocco
Kassi af Barebells
Kassi af Vitamin Well

15.sæti:
Kassi af Nocco
Nocco inniskór

Punktakeppni kvenna: 

1.sæti:
Titleist driver frá Prósjoppunni
Kylfumæling hjá Prósjoppunni
North face gjafabréf fyrir 10 þúsund
Kassi af Nocco

2.sæti:
Laugar spa gjafabréf
Kassi af Nocco
Sky lagoon gjafabréf

3.sæti:
Kassi af Nocco
Kassi af Barebells
Kassi af Vitamin Well

15.sæti:
Kassi af Nocco
Nocco inniskór
Besta skor karla:
Prósjoppan gjafabréf fyrir 20 þúsund
Nocco gjafapoki
Laugar spa gjafabréf

Besta skor kvenna:
Prósjoppan gjafabréf fyrir 20 þúsund
Nocco gjafapoki
Laugar spa gjafabréf

Nándarverðlaun:
2.braut:  Local gjafabréf og Nocco gjafapoki
6.braut:  Local gjafabréf og Nocco gjafapoki
11.braut: Local gjafabréf og Nocco gjafapoki
17.braut: Local gjafabréf og Nocco gjafapoki
18.braut: Local gjafabréf og Nocco gjafapoki

Lengsta teighögg á 3. braut: Local gjafabréf, Nortch face gjafabréf fyrir 10.þúsund og Nocco gjafapoki

Allir keppendur fá afhenta teiggjöf áður en leikur hefst.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir og er með netfangið harpa@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Core.