Svarfhólsvöllur hjá GOS er þriðji vinavöllurinn í ár

Svarfhólsvöllur hjá GOS er þriðji vinavöllurinn í ár

Svarfhólsvöllur hjá Golfklúbbi Selfoss er þriðji vinavöllurinn sem félagsmenn GR geta sótt heim á komandi tímabili. Þetta er sjötta árið í röð sem klúbbarnir gera vinavallasamning og hefur völlurinn verið vel sóttur af félagsmönnum á liðnum árum.

Svarfhólsvöllur er glæsilegur 9 holu völlur á besta stað á Selfossi. Golfklúbbur Selfoss hefur upp á allt að bjóða fyrir kylfinga áður en haldið er af stað á völlinn - glæsilegt klúbbhús, veitingaaðstöðu og æfingasvæði.

Sömu reglur gilda á Svarfhólsvelli eins og á öðrum vinavöllum, félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.000 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Svarfhóllsvöll og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar staðfesta félagsaðild sína og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Við fögnum áframhaldandi samstarfi við Svarfhólsvöll og óskum ykkur góðrar helgar!
 
Golfklúbbur Reykjavíkur
Til baka í yfirlit