Tilkynning til félagsmanna vegna kórónaveirunnar

Tilkynning til félagsmanna vegna kórónaveirunnar

Samráðsfundur var haldinn hjá íþróttahreyfingunni í gær vegna kórónaveirunnar og var helsta niðurstaða þess fundar að áfram er óhætt að mæta á íþróttaviðburði hér á landi. Eins og fram hefur komið í fréttum er fylgst náið með þróun og útbreiðslu veirunnar hér á landi og þykir ekki vera ástæða fyrir samkomubanni.

Þar sem púttmótaraðir kvenna og karla eru í fullum gangi þessar vikurnar þá hefur verið ákveðið að lengja tímann sem þær standa yfir, frá og með deginum í dag mun púttmótaröð kvenna byrja kl. 15:30 og karlapúttið hefjast kl. 14:00 í stað 16:00 á fimmtudögum. Með þessum hætti dreifum við álaginu og verður hópurinn ekki jafn fjölmennur á meðan á leik stendur.

Almennt hreinlæti
Sóttvarnalæknir mælist til þess að fólk hugi vel að persónulegu hreinlæti – handþvottur, spritt og bera klút fyrir vitin við hnerra eða hósta. Almenningur getur með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að sínu persónulega hreinlæti.

Sprittstandur er staðsettur við inngang á Korpúlfsstaði og einnig hefur handspritti verið komið fyrir á salernisaðstöðu karla og kvenna.

ATH! engar veitingar verða veittar á púttmótaröð kvenna eins og verið hefur undanfarnar vikur.

Sjá meðfylgjandi frétt af vef ÍSÍ:
http://isi.is/frettir/frett/2020/03/09/Fundur-um-Covid-19-veiruna/

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit