Tvær konur tóku þátt í dómarastörfum Meistaramóts

Tvær konur tóku þátt í dómarastörfum Meistaramóts

Eins og áður hefur verið tilkynnt þá fjölgaði í dómarateymi GR í vor en þá voru 16 nýir dómarar sem luku héraðsdómaraprófi og voru 6 konur í þeim hópi. Meirihluti þessa hóps hefur tekið þátt í dómarastörfum það sem af er sumri og er gaman að segja frá því að í meistaramótsviku tóku 2 konur þátt í dómarastörfum, þær Ingibjörg Þórdís Sigurþórsdóttir og Anna Sverrisdóttir.

Dómararhópur klúbbsins er orðinn öflugur og eru nú alls 19 dómarar virkir í störfum fyrir félagið, við bjóðum þær Ingibjörgu og Önnu kærlega velkomnar til leiks og hlökkum til fá fleiri konur til liðs við okkur. 

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit