Tvöfaldur sigur GR á Íslandsmóti golfklúbba

Tvöfaldur sigur GR á Íslandsmóti golfklúbba

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði Íslandsmeistaratitlum í 1. deild kvenna og 1. deild karla á Korpúlfsstaðavelli í dag en Íslandsmót golfklúbba 2021 fór fram dagana 22.-24. júlí. Lokadagurinn var leikinn í dag í dag þar sem að leikið var til úrslita á Korpúlfsstaðavelli en á Hlíðavelli í Mosfellsbæ var leikið um 5. – 8. sæti.

Í kvennaflokki hafði GR 3 1/2 – 1 1/2 sigur gegn GM. Í leiknum um þriðja sætið hafði GA betur GKG.

GR fagnaði einnig sigri í karlaflokki eftir 3-2 sigur gegn GKG. Í leiknum um þriðja sætið hafði GOS betiur gegn GV.

Þetta er í 22. sinn sem kvennalið GR fagnar Íslandsmeistaratitlinum og í 24. sinn sem karlarliðið sigrar karlaflokki en 9 ár eru frá því að GR fagnaði þessum síðast Íslandsmeistaratitli.

Allar upplýsingar og úrslit úr mótinu er að finna á vef Golfsambandsins – golf.is

Við óskum okkar bestu kylfingum innilega til hamingju með sigur dagsins.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit