Umgengni og haustverk – skilaboð frá vallarstjórum

Umgengni og haustverk – skilaboð frá vallarstjórum

Nú þegar hausta tekur eru öll svæði að verða mýkri og endurheimt minnkar snarlega og því viljum við biðja ykkur að ganga extra vel um völlinn þessa síðustu daga eða vikur sem við eigum eftir af tímabilinu. Passa upp á að laga bolta- og kylfuför og biðjum við þá sem eru í takkaskóm að lyfta vel upp löppunum þegar gengið er á flötum. Mikið hefur borið á förum í flötunum þar sem fætur er dregnir eftir flötum að undanförnu og biðjum við ykkur að passa það.

Þriðjudaginn 28. september næstkomandi munum við hefja vetrarverkin á Korpu, við munum byrja á að gata flatir og munum við hafa þann háttinn á að taka eina lykkju á dag. Byrjað verður á Sjónum á þriðjudag, á miðvikudag götum við Ánna og endum svo á Landinu á fimmtudag. Þar sem þetta er tímafrekt verk munu lykkjurnar sem unnið er á vera lokaðar til hádegis þá daga sem unnið er á þeim. Nauðsynlegt er að byrja þessa vinnu fyrr en seinna þar sem frostið er farið að koma og gæti það komið í veg fyrir að við myndum ná að klára þessa vinnu ef byrjað er of seint.

Ástæðan fyrir því að framkvæma þessa aðgerð er til að koma súrefni og vatni niður í svörðinn þar sem þjöppun í mörgum flatanna er orðin mikil og hjálpar þetta líka við rótarmyndun þegar fer að vora á ný.  

Með kveðju,
Vallarstjórar

 

Til baka í yfirlit