Fimmtudaginn 19. ágúst fóru fram undanúrslitin í J. Lindeberg bikarnum – liðakeppni GR. Það voru annars vegar Brassa og Ása sem mættust og hins vegar liðin Hola í höggi og Nalúk.
Ásar höfðu betur gegn Brössum leika því til úrslita í fyrsta skipti. Nalúk hafði betur gegn liðinu Hola í höggi og mæta því Ásum í úrslitaleiknum sem fram fer næstkomandi föstudag, 27. ágúst.
Nalúk sigraði J. Lindeberg bikarinn – liðakeppni GR á síðasta ári og á því titil að verja í úrslitaleiknum á föstudag.