Uppfærð staða í Liðakeppni og Holukeppni GR

Uppfærð staða í Liðakeppni og Holukeppni GR

Keppni í liðakeppninni er í fullum gangi. Tuttugu lið skráðu sig til leiks í ár og leika þau í fjórum riðlum. Fimm lið eru því í hverjum riðli og leika hvert gegn öðru. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í 8 liða úrslit keppninnar.

Leikir í riðlakeppni klárast í næstu viku. Hægt er að fylgjast með úrslitum leikja hér á vefsíðu klúbbsins undir Félagstarf - Liðakeppni

Mercedes-Benz bikarinn, holukeppni GR er einnig á fullu flugi, leikjum í 128 manna og 64 manna úrslitum er lokið og þriðja umferð, 32ja manna úrslit, stendur nú yfir. Sama gildir um holukeppnina og liðakeppni að stöður eru uppfærðar reglulega hér á vefsíðunni undir Félagsstarf – Holukeppni en þar má sjá hverjir eru komnir áfram í keppninni.

Kveðja,
Mótanefnd

Til baka í yfirlit