ÚRSLITALEIKUR OG LOKAHÓF Í MERCEDES-BENZ BIKARNUM 2019

ÚRSLITALEIKUR OG LOKAHÓF Í MERCEDES-BENZ BIKARNUM 2019

Fimmtudaginn 5. september verður leikinn úrslitaleikurinn í Mercedes-Benz bikarnum - holukeppni GR. Mótið hófst í maí en rúmlega 120 kylfingar tóku þátt í henni. Leikið var með úrsláttarfyrirkomulagi og nú standa tveir keppendur eftir sem leika til úrslita. Það eru Hallsteinn Traustason og Sigurður Óli Sumarliðason.

Úrslitaleikurinn hefst kl. 15:30 á Korpúlfsstaðavelli og að leik loknum eða um kl. 19:00 höldum við lokahóf Mercedes-Benz bikarsins. Þar verða veitt verðlaun fyrir fyrsta og annað sætið, boðið verður upp á veitingar, happdrætti meðal þeirra sem voru með í holukeppninni og skemmtilega kvöldstund í góðum félagsskap.

Þátttakendur sem voru með í keppninni eru sérstaklega hvattir til þess að mæta í lokahófið.

Nefndin

Til baka í yfirlit