Básar
æfingasvæði

Básar er flóðlýst golfæfingasvæði á þremur hæðum í Grafarholti þar sem kylfingum gefst tækifæri á að æfa sveifluna utan dyra allan ársins hring. Æfingabásarnir eru alls 73 talsins og eru næg bílastæði framan við húsið. Um er að ræða 5 hektara svæði með tveimur brautum ásamt fjölda mismunandi skotmarka til að taka á móti boltum. Æfingasvæðið er flóðlýst og því er myrkur ekki fyrirstaða æfinga á dimmari dögum ársins.

Golfkennsla

Golfklúbbur Reykjavíkur býður upp á hágæða golfkennslu með framúrskarandi aðstöðu og tæknibúnaði. Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Námskeiðin auka hæfni kylfinga á öllum stigum. Meginmarkmiðið er að bjóða nemendum tækifæri til að læra golfíþróttina frá grunni á skipulagðan hátt. 

Aðstaðan í Básum gefur golfkennurum fjölmarga möguleika þegar kemur að námskeiðum fyrir kylfinga og notast þeir óspart við þá aðstöðu sem æfingasvæðið hefur upp á að bjóða. Hægt er að vinna með ólíka þætti sveiflunnar, leikáætlun, pútt og hvað annað sem kylfingar og kennarar telja nauðsynlegt til að bæta sig í golfinu almennt. 

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um kennara og námskeið sem boðið er upp á í Básum.