Grafarholtsvöllur

Um völlinN

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og var leikið á fyrstu holunum árið 1963, sem gerir völlinn 60 ára gamlan í ár, 2023.  Völlurinn hefur haldist vel í gegnum árin og er enn talinn meðal bestu valla landsins.

Völlurinn er hæðóttur og getur reynst erfiður viðureignar, sér í lagi óreyndum kylfingum. Það er þó mál manna að þegar golfið gengur vel þá eru fáir vellir skemtilegri en Grafarholtsvöllur. Völlurinn hefur iðulega verið notaður í Íslandsmótum og öðrum stærri golfmótum.

Upplýsingar

Brautir

Myndir

Vellir GR