Kvennastarf
Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.